Harpa hefur tekið að sér leiða erlenda ferðamenn um íslenska menningu og náttúrufegurð.
Þeir sem þekkja Hörpu vita að hún er uppfull af áhugaverðum fróðleik og kann að koma honum skemmtilega frá sér. Auk þess er hún lærður leiðsögumaður og sérlega vel að máli farin bæði á dönsku og ensku.
Harpa tekur að sér bæði styttri og lengri ferðir um allt það sem Ísland hefur upp á að bjóða, bæði heimsóknir á hefðbundnar náttúruperlur sem og sérsniðnar ferðir eftir áhugasviðum hvers og eins.
Sérstaklega hafa ferðir hennar um hálendið verið vinsælar og sérsniðin vatnslitunarnámskeið í náttúru Íslands hafa einnig vakið eftirtekt.
