Sýningin, Ásmundur Sveinsson: Vatnsberinn-Fjall+kona, verður opnuð í Ásmundarsafni laugardaginn 21. febrúar. Á sýningunni er þess minnst að á árinu 2015 eru 100 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi, en það varð með konungsskipun 19. júní 1915. Hin kunna höggmynd Ásmundar Sveinssonar, Vatnsberinn (1937), er þungamiðja og leiðarstef sýningarinnar. Sýningarstjóri er Harpa Björnsdóttir.
