Ólga – Listasafn Reykjavíkur

Samsýning níu listakvenna sem hverfist um frumkvæði kvenna í íslenskri myndlist á níunda áratugnum í Listasafni Reykjavíkur 22.02.-11.05.2025

Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Ásta Ólafsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Gerla, Harpa Björnsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Rúna Þorkelsdóttir, Rúrí og Svala Sigurleifsdóttir.

“Það frumkvæði sem ég hafði um samstarf milli listamanna var sýningin ‘9 myndlistarkonur’ á Kjarvalstöðum 1984 og stofnun ‘Salarins’ 1985”, sagði Harpa. “Bæði verkefnin höfðu veruleg áhrif á feril minn, og líka hinna sem tóku þátt í þessu, því að framtakið vakti athygli á mér sem listamanni. Á þessum árum voru ekki margir sýningarstaðir þar sem ungt listafólk gat sýnt og við þurftum að koma okkur á framfæri sjálf, einkum konur.”

Eins og fram kemur í sýningarskrá og umfjöllun listasafnsins, þá leitast sýningin við að skoða flókið tengslanet, sterkan vef og djarft frumkvæði kvenna sem einkenndi þennan tíma listrænnar nýsköpunar.

Á áttunda áratugnum lagði önnur bylgja femínisma grunninn að kvenfrelsisbaráttu um allan hinn vestræna heim sem leiddi af sér aukinn sýnileika kvenna og ýmsar breytingar innan stofnana. Með því að byggja á ávinningi áttunda áratugarins, sem oft hefur verið kallaður „kvennaáratugurinn,“ færði níundi áratugurinn konum frekari réttindi og skoraði ríkjandi viðmið listheimsins á hólm. Þessi kvennabarátta lagði því grunninn að nýjum áskorunum næstu kynslóða myndlistarkvenna sem ýttu enn við mörkum samtímalista.

Á meðan Ísland gekk í gegnum verulegar félagslegar og menningarlegar breytingar, stigu konur fram sem róttækar raddir, sigldu inn í og mótuðu listheim sem var að mestu leyti karllægur. Með samstöðu og sameiginlega sýn á lofti ruddu þær nýjar brautir í tjáningu, frá gjörningum til hugmyndalista, og endurskilgreindu listhugtakið. Ólga varpar ljósi á samvinnu og tengslanet þessara listakvenna, gagnkvæman stuðning og ástríðu, en þær sprengdu upp fyrirframgefnar væntingar um leið og þær lögðu grunn að nýrri framtíðarsýn.

Sýningin er afrakstur árslangrar rannsóknarvinnu þar sem áhersla hefur verið lögð á samtöl við listamenn og leit að óþekktum verkum. Verkin endurspegla fjölbreyttan sköpunarhátt listakvennanna og hefur að geyma gjörninga, vídeó, ljósmyndir, skúlptúr, prentverk. Listinn er ekki tæmandi, en hvert einasta valið verk birtist ekki aðeins sem einstök höfundasýn heldur fellur verkið einnig inn í stærra sögulegt samhengi listrænna samskipta og áhrifa. Mörg verkanna, auk efnis úr skjalasöfnum, eru nú sýnd í fyrsta sinn síðan á níunda áratugnum. Þau veita ferska innsýn inn í þetta áhrifaríka tímabil í íslenskri listasögu.

Ólga er meira en sýning—hún er virðingarvottur til þeirra kvenna sem settu mark sitt á liststofnanir þessa tíma—stofnuðu netverk listrænna tengsla og frumkvæðis sem heldur áfram að móta samtímalist. Samstarfið sem einkenndi listvettvang kvenna á níunda áratugnum leiddi ekki aðeins til nýsköpunar heldur hafði einnig áhrif á þróun sýningarhalds – og safnastarf og stuðlaði að dýpri skilningi á samtímalist á Íslandi.

“Myndlistarkonur voru öflugar á þessum árum og þjáðust ekki af neinni minnimáttarkennd”, sagði Harpa. Seinna stofnuðum við svo ‘Miðvikudagshópinn’, sem hittist mánaðarlega til að ræða allt milli himins og jarðar sem snerti myndlist, en lagði einnig mikla áherslu á umhverfismál. Við stóðum meðal annars fyrir gjörningum til að mótmæla virkjunarframkvæmdum og héldum samsýningar með áherslu á nátturu og umhverfi. Tengdum þannig myndlistina við baráttuna fyrir landinu.”

“Ég er afar hrif­in af því að Becky For­sythe valdi að beina sjón­um sín­um að þessu tíma­bili. Ég held að það hafi þurft ut­anaðkom­andi mann­eskju með gestsaug­un til þess að draga fram alla þá grósku sem var í gangi á þess­um tím­um en ís­lensk lista­saga hef­ur til þessa ekki gert þessu nein skil. Á þess­um árum stíg­ur fram stór og öfl­ug­ur hóp­ur lista­kvenna, breiðfylk­ing sem breikkaði braut­ina og fjölgaði fyr­ir­mynd­un­um.

Þá má greina mikl­ar þjóðfé­lags­breyt­ing­ar á þess­um tím­um í kjöl­far áfanga á borð við kjör Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur til for­seta Íslands, Kvenna­frí­dags­ins 1975, Kvenna­list­ans og fleira. Þetta eru áfang­ar sem lyftu okk­ur upp og veittu okk­ur um leið þá trú að allt væri mögu­legt. Það er gam­an að horfa til baka og átta sig á því hvað það urðu mikl­ar breyt­ing­ar til góðs og að þær sem komu á eft­ir okk­ur hafi séð að það sé ger­legt að starfa sem mynd­list­ar­kona á Íslandi því það var ekki aug­ljóst fyr­ir mína kyn­slóð á þess­um tím­um. Það legg­ur hver kyn­slóð sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar,“ seg­ir Harpa.

Samhliða sýningunni fylgir bók sem fjallar ítarlega um sögurnar á bak við listina og listumhverfi þessa tíma. Hún inniheldur rannsóknargreinar Becky Forsythe, sýningarstjóra og Heiðu Bjarkar Árnadóttur, listfræðings, viðtöl við listakonur, myndir af listaverkum og heimildir sem bregða ljósi á tengslanetin og samböndin sem nærðu tímabilið. Með útgáfunni er ætlunin að varðveita og heiðra framlag þessara brautryðjenda og sýna fram á hvernig verk þeirra halda áfram að hljóma og veita innblástur.

“Mér finnst skipta öllu máli í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur í gegnum tíðina að hika ekki við að hafa frumkvæði og sýna þrautseigju”, segir Harpa.

Frekari upplýsingar um sýninguna Ólgu, listakonurnar og sýningarstjórann má finna hér: https://listasafnreykjavikur.is/syningar/olga-frumkvaedi-kvenna-i-islenskri-myndlist